Ég hjálpa þér að byggja einfaldari starfsemi, sem skilar frelsi
Undanfarin 6 ár hef ég aðstoðað þjálfara og einstaklinga í eigin rekstri að:
Hanna sitt fyrsta offer og ná í fyrstu borgandi viðskiptavini
Gera "side project" að full time business
Einfalda og stækka öfluga starfsemi sem hefur staðnað
Eftir að hafa unnið með bestu og vinsælustu þjálfurum landsins, aðstoðað marga við að taka sín fyrstu skref og gera þjálfun að full time business - og breyta landslaginu í heilum bransa undanfarin 6 ár, er tímabært að taka þetta á næsta stig.
Ef þú þénar (eða vilt þéna) tekjur fyrir eigin þekkingu, reynslu, færni eða þjónustu - þá er þetta fyrir þig.

Flestir þjálfarar - og einstaklingar sem reka þjónustu-fyrirtæki glíma við sama vandamál:
- Óstöðug innkoma
- Starfsemin er háð vinnuframlagi eigandans
- Vantar einfalt system til að ná í viðskiptavini
- Starfsemin virðist þyngjast og verða flóknari með hverju ári.
Sumir eru fastir því þeim tekst aldrei að byrja almennilega
Aðrir staðna afþví þeim tekst ekki að auðvelda hlutina og leysa úr flöskuhálsum með einföldu system og strúktúr

Markmiðið er ekki að byggja "stóran og flókin business"
Það geta aðrir verið í því...
Okkar markmið er að byggja "smart business" og það sem einhverjir myndu kalla "lifestyle business"
Starfsemi sem þú byggir í kringum lífið sem þú vilt lifa.
Fyrirsjáanleg aðferð til að ná í viðskiptavini.
Skilar góðum tekjum
Er ekki alfarið háð þínum eigin tíma og orku.
Gefur þér meira frelsi, ekki minna.
Lífsstíls-business sem raunverulega virkar.

Hver er Einar Kristjánsson
Ég hef verið þjálfari í 18 ár, opnað og byggt upp líkamsræktarstöðvar í meira en áratug - bæði private einkaþjálfunar stúdíó og 24/7 membership gym, ásamt því að opna og reka auglýsingastofu í þrjú ár.
En fyrir 11 árum síðan byggði ég minn fyrsta "successful" online business (var búinn að reyna í nokkur ár) sem breytti algjörlega hvernig ég hugsa business, frelsi og lífsstíl.
Einföld hugmyndafræði
Ég hjálpa þér að virkja hana...
Attract - Convert - Deliver
Þegar þú ert með system sem skilar fyrirspurnum frá áhugasömu fólki í hverri viku (attract)
þegar það er áreynslulaust að gera þau að borgandi viðskiptavinum (convert)
og þú uppfyllir þjónustuna þína án þess að selja tíma þinn alltaf fyrir pening (deliver)

Flestir þurfa tvö system
-
Business Operating System
-
Personal Operating System
Business operating system
Kerfið sem heldur rekstrinum skýrum, stöðugum og fyrirsjáanlegum
Business Operating System gefur þér:
-
Skýra forgangsröðun (forgangsröðun, fókus, hvað raunverulega skilar tekjum)
-
Einfaldar alla ákvarðanatöku (Hvenær og við hverju þú segir já eða nei)
-
Einföld, fyrirsjáanleg og endurtakanleg leið í markaðssetningu, sölu og delivery
-
Meiri stjórn. Dregur úr álagi, stressi, kaosi og eldum sem þarf að slökkva.
Þú hættir að vera í viðbragðsstöðu.
Starfsemin verður yfirvegaðri, áreynslulaus og fyrirsjáanlegri.
Personal operating system
Kerfið sem sér til þess að ÞÚ skilar bestu afköstum og sért í formi andlega og líkamlega
Personal Operating System gefur þér:
-
Meiri fókus, orka og agi í daglegu lífi
-
Skýr mörk og áfrávíkjanlegar venjur
-
Betri heilsa (andleg og líkamleg), betri endurheimt og betra form
-
Gerir þér kleift að performa og standa þig, án þess að brenna út.
Þú treystir ekki á viljastyrk eða dagsform
Dagarnir eru stöðugri, markvissari og einfaldari.

Fyrir hvern er þetta?
-
Ef þú ert þjálfari, ráðgjafi eða rekur þjónustufyrirtæki
-
Þú vilt fleiri viðskiptavini eða hærri verð, meiri tekjur og meira frelsi
-
Þú vilt einfalda starfsemina (meiri stöðugleika, fyrirsjáanleika og vöxt)
Hvort sem þú ert að:
-
Stíga þín fyrstu skref
-
Ert kominn af stað en farin að staðna
-
Með öfluga starfsemi sem er orðin íþyngjandi
Þá eru sömu prinsip sem gilda.
